Innlent

Hvorki Bakkabræður né Jón Ásgeir hafa áhuga á DV

Ágúst og Lýður Guðmundssynir áttu Viðskiptablaðið um skamma hríð fyrir hrunið 2008. Þeir virðast ekki hafa áhuga á því að skella sér í blaðarekstur aftur.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir áttu Viðskiptablaðið um skamma hríð fyrir hrunið 2008. Þeir virðast ekki hafa áhuga á því að skella sér í blaðarekstur aftur.

Hvorki bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir né Jón Ásgeir Jóhannesson hafa áhuga á því að kaupa DV. Eyjan greindi frá því að þessir tveir aðilar hefðu áhuga á blaðinu ásamt Reyni Traustasyni núverandi ritstjóra. Fengist hefur staðfest úr herbúðum beggja að enginn áhugi er fyrir hendi.

Þar með virðist Reynir Traustason vera kominn í lykilstöðu til að kaupa blaðið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst ætlar Reynir að leggja til hluta kaupverðsins og safna síðan hópi fjárfesta með sér.

Hreinn Loftsson, eigandi DV, hefur ekki viljað tjá sig um málið né heldur Jón Scheving Thorsteinsson sem sér um söluna fyrir Hrein.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×