Innlent

Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos

Flóð í Markarfljóti í síðustu viku.
Flóð í Markarfljóti í síðustu viku. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.

„Það er vissulega þannig að það eru vissar líkur á að Katla komi í kjölfarið en það þarf alls ekki að vera. Mínir samstarfsfélagar eru ekki sérstaklega uppteknir af þessum möguleika," segir Magnús Tumi.

Ef að gos hefst í Kötlu yrði mikill munur á því og gosinu í Eyjafjallajökli, að sögn Magnúsar Tuma og þá einkum varðandi jökulhlaup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×