Erlent

Höfundum South Park hótað

Sýndir hafa verið 200 þættir en seríurnar eru orðnar 14.
Sýndir hafa verið 200 þættir en seríurnar eru orðnar 14.
Höfundum teiknimyndaþáttanna South Park hefur verið hótað líkamsmeiðingum eftir að Múhameð spámaður birtist í þættinum í bjarnarbúningi. Þættirnir hafa alla tíð þótt umdeildir og höfundarnir Matt Stone og Trey Parker oft þurft að svara fyrir efni þáttanna.

Í tilkynningu sem birtist á vef byltingarsinnaðra múslima í Bandaríkjunum kemur fram að eins gæti farið fyrir Stone og Parker og hollenska leiksstjóranum Theo Van Gogh sem var myrtur árið 2004 eftir sýningu myndar hans um Kóraninn. Þar var jafnframt tekið fram að ekki væri um hótun að ræða heldur vinalegu ábendingu.

Umræddur þáttur var sýndur í Bandaríkjunum og Bretlandi í síðustu viku .En það voru fleiri en Múhameð sem komu fyrir í þættinum því þar mátti meðal annars einnig sjá Búdda neyta eiturlyfja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×