Handbolti

Ásgeir Örn: Ákváðum að brosa meira

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Ásgeir léttur eftir leikinn.
Ásgeir léttur eftir leikinn. mynd/vilhelm
"Við erum svo miklir pappakassar. Það er alveg með ólíkindum hvað við getum við misjafnir," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson og hló dátt eftir sigurinn á Ungverjum í milliriðlinum í dag.

Ásgeir Örn var byrjunarliðsmaður í dag þar sem Alexander Petersson gat ekki spilað vegna meiðsla. Ásgeir spilaði frábæra vörn í leiknum og skoraði tvö mörk.

"Þetta erum samt við. Svona eigum við að spila. Við þurftum að sýna að við gætum þetta og mér fannst við gera það virkilega vel. Loksins kom almennileg vörn og mér fannst hún halda vel í 60 mínútur," sagði Ásgeir.

Það voru eflaust margir búnir að afskrifa strákana fyrir leikinn. Fleiri misstu eflaust trúna er þeir sáu að kjúklingar ættu að spila talsvert.

"Ég er svo glaður að við höfum þetta í okkur að geta rifið okkur upp svona eins og við gerðum. Menn voru orðnir pirraðir á sjálfum sér og öðrum. Núna höfðum við meira gaman af þessu. Börðumst meira og brostum meira. Við vorum meira lið í dag og meiri félagar. Þetta var frábært hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×