Viðskipti innlent

Atvinnuleysið komið undir 5%

Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið hefur ekki verið minna síðan í nóvember 2008.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 838 að meðaltali og konum um 284. Atvinnulausum fækkaði um 592 á höfuðborgarsvæðinu en um 530 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 6,3% í maí.

Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5% í maí. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 7,5% og minnkaði úr 9,4% í maí. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra 1,2%. Atvinnuleysið var 4,3% meðal karla og 5,3% meðal kvenna.



Nánar um atvinnuleysið á Íslandi.






Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×