Erlent

Báðir flugmennirnir sofnuðu í flugi farþegaþotu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Flugvélin var af gerðinni Airbus A330.
Flugvélin var af gerðinni Airbus A330.
325 sæta bresk farþegaflugvél flaug á sjálfsstjórn á leið sinni til Bretlands eftir að báðir flugmennirnir vélarinnar sofnuðu í flugi. Atvikið átti sér stað þann 13. ágúst síðastliðinn en flugmennirnir ákváðu að skiptast á að sofa í fluginu. Ekki kemur fram hversu margir farþegar voru í vélinni.

Þeir höfðu báðir sofið lítið næturnar fyrir flugið vegna vinnu sinnar og ákváðu því að skiptast á að sofa sæti sínu. Þegar annar flugmaðurinn vaknaði áttaði hann sig á því að þeir höfðu báðir verið sofandi á sama tíma. Ekki kemur fram hversu lengi flugmennirnir voru báðir sofandi.

Flugmennirnir skiluðu sjálfviljugir inn skýrslu um atvikið til breska flugmálaeftirlitsins. Ekki er búist við því að þeirra bíði refsins vegna þessa. Ekki kemur fram hjá hvaða flugfélagi atvikið átti sér stað.

Samtök flugmanna í Bretlandi skýrði frá atvikinu. Þeir berjast nú gegn reglubreytingum sem fela í sér að flugfélög geti sent aðeins tvo flugmenn saman í löng flug í stað þriggja. Einnig geta flugfélög gert kröfu til flugmanna að sinna sjö morgunflugum í röð. Við það eru samtök breskra atvinnuflugmanna ósátt og telja að hætta geti skapst þegar of mikið álag er á flugmönnum.

50 manns létu lítið árið 2009 nærri Buffalo í flugslysi. Helsta ástæðan fyrir slysinu var þreyta flugmanna vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×