Erlent

Bandaríski herinn notar falsaða varahluti frá Kína

Mynd/AP
Fjölmörg dæmi eru um að falsaðir varahlutir framleiddir í Kína séu notaðir í bandarískum hergögnum. Þetta leiðir viðamikil rannsókn öldungardeildarþingmanna í ljós. Nefndin hefur sýnt fram á að minnsta kosti 1800 tilvik þar sem ólöglegir varahlutir voru notaðir í raftæki um borð í herþotum og skriðdrekum og í rúmlega 70 prósent tilvika var um varahluti frá Kína að ræða.

Nefndin segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða enda geti gallaður varahlutur sem bilar á ögurstundu haft dauða í för með sér fyrir bandaríska hermenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×