Innlent

Ben Stiller kominn til Stykkishólms

Ben Stiller með krökkunum í Stykkishólmi fyrir stundu.
Ben Stiller með krökkunum í Stykkishólmi fyrir stundu. Mynd/Ben Stiller
Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða.

Í færslunni á Twitter segir hann að hann krakkarnir í Stykkishólmi sem eru með honum á myndinni séu „fáránlega fallegir krakkar." Þar er hann að vísa í einu þekktustu persónu sína, fyrirsætuna Derek Zoolander.

Stiller er staddur hér á landi til að undirbúa gerð kvikmyndar. Hann ferðast um landið til að skoða mögulega tökustaði.

Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið.

Í myndinni leitar aðalpersónan að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og eru krúnudjásnin falin á Íslandi.

Twitter-síða Stillers.


Tengdar fréttir

Ben Stiller á Austurlandi

Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×