Erlent

Best er að vera tryggingastærðfræðingur

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Blaðamennska er versta starf í heimi.
Blaðamennska er versta starf í heimi.
Wall Street Journal birti nýverið lista yfir 200 bestu og verstu störfin en byggir listann á upplýsingum frá vefsíðu sem helgar sig starfsleit og starfsumsóknum: carreercast.com. Vefsíðan byggir þá greiningu sína, á bestu og verstu störfunum, á fimm atriðum: líkamlegu erfiði, starfsumhverfi, tekjum, stressi og starfsöryggi og/eða mögulegum starfsframa. Þetta er vísindalega unnin könnun en fyrirtækið studdist við tölfræðiupplýsingar sem það fékk frá vinnumálastofnun Bandaríkjanna og fleiri stofnunum sem fást við atvinnumál.

Fyrst að góðu fréttunum. Topp tíu listinn yfir bestu störfin kann að koma einhverjum á óvart.

1. Tryggingastærðfræðingur.

2. Sjúkratæknifræðingur

3. Hugbúnaðarverkfræðingur

4. Heyrnarfræðingur

5. Fjármálaráðgjafi

6. Tannfræðingur

7. Iðjuþjálfi

8. Sjónglerjafræðingur

9. Sjúkraþjálfari

10. Tölvunarfræðingur



Þá að verstu störfunum.

1. Blaðamennska

2. Skógarhögg

3. Að vinna hjá hernum

4. Leikari

5. Að vinna á olíuborpalli

6. Kúabóndi

7. Lesa á mæla

8. Póstburðarmaður

9. Að gera við þök

10. Flugþjónn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×