Innlent

Besti flokkurinn stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík

Andri Ólafsson skrifar

Besti flokkurinn er orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, ef marka má nýja könnun á fylgi flokkana. Framboðið fengi sex menn í borgarstjórn ef kosið yrði í dag.

Samkvæmt skoðanakönnun MMR sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu viku nýtur Besti flokkurinn stuðnings tæplega 36% kjósenda í Reykjavík. En það myndi skila þeim sex borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega 31% og fimm menn. Samfylkingin tæplega 18 og þrjá menn og Vinstri græn Rúmlega 11 og einn mann inni.

Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi sem dugar ekki til að ná manni inn en önnur framboð mælast ekki yfir 1% prósenti.

Rúmlega 16% aðspurðra sögðust enn óákveðnir.

Ef við berum þessar tölur saman við könnun sem Stöð 2 og Fréttablaðið gerði nýlega þá er Besti flokkurinn að bæta við sig rúmum 12 prósentum og tveimur mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu en Samfylkingin og Vinstri græn tapa miklu fylgi.

Efstu sex menn á lista besta flokksin eru Jón Gnarr Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson og Eva Einarsdóttir. Næstu menn á lista eru Magnús Hjaltason arkitekt og Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona.

Samkvæmt sömu könnun MMR telja 70 prósent reykvíkinga að hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafi staðið sig frekar vel eða mjög vel í starfi borgarstjóra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×