Viðskipti innlent

Bóla á leigumarkaði að dala

Þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði í og við Reykjavík hefur fjölgað mikið á milli ára.
Þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði í og við Reykjavík hefur fjölgað mikið á milli ára. Mynd/Vilhelm
Líf hefur færst yfir fasteignamarkaðinn. Ekki eru vísbendingar um að aukna veltu megi rekja til þess að fjárfestar séu að kaupa íbúðir til að leigja út. Þvert á móti hefur leiguíbúðamarkaðurinn verið að dragast saman.

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka að á sama tíma og þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 76 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við síðasta ár hafi leigusamningum um íbúðahúsnæði fækkað um 3,1 prósent. Þetta segir deildin vísbendingu um að sumir séu að færa sig úr leiguhúsnæði yfir í eignarhúsnæði um þessar mundir.

Ein af ástæðunum fyrir þessum umskiptum sé sú að efnahagur margra heimila sé betri og kaupmáttur meiri. Þá sé fasteignaverð á uppleið og íbúðakaup því álitlegur fjárfestingarkostur.

Greining Íslandsbanka rifjar upp að leigumarkaðurinn hafi tvöfaldast á árunum 2008 og 2009. Þá hafi fjárhagur heimilanna versnað, aðgangur að lánsfjármagni orðið erfiðari og lækkandi húsnæðisverð hafi gert fasteignakaup óálitlegan fjárfestingarkost.- jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×