Bónuspottur Glitnistoppa stækkar um nærri 300 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2017 07:30 Glitnir varð eignarhaldsfélag í kjölfar þess að slitabúið lauk nauðasamningum í árslok 2015. Stærstu eigendur félagsins eru bandarískir vogunarsjóðir. fréttablaðið/heiða Bónuspottur til handa stjórnarmönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignarhaldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá 26,1 prósent af bónuspottinum. Sú fjárhæð nemur núna samanlagt á bilinu 305 til 447 milljóna króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Íslenskir lykilstjórnendur félagsins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónusgreiðslunum, eru fyrst og fremst Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, Snorri Arnar Viðarsson, yfirmaður eignastýringar, og Ragnar Björgvinsson aðallögfræðingur. Ef greiðslurnar skiptast bróðurlega á milli þeirra hafa þeir nú þegar tryggt sér að meðaltali á bilinu 102 til 149 milljóna á mann í bónus.Upplýst var um það fyrst í Markaðnum fyrr á þessu ári að umfangsmikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, hefði virkjast 19. janúar síðastliðinn samhliða því að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samkvæmt skilmálum bónuskerfisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, höfðu stjórnendur Glitnis á þeim tíma þegar unnið sér inn bónus sem nam á bilinu 7,2 til 12,5 milljóna evra, jafnvirði 875 til 1.525 milljóna króna á þáverandi gengi.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, er á meðal íslenskra starfsmanna sem fá háar bónusgreiðslur.Núna mun sá bónuspottur hins vegar sem fyrr segir verða enn stærri vegna boðaðrar útgreiðslu Glitnis til skuldabréfaeigenda á morgun, fimmtudag, upp á tæplega 16,6 milljónir evra. Eftir þá greiðslu hafa lykilstarfsmenn Glitnis tryggt sér bónus sem nemur samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn væri enn meiri í krónum talið ef ekki hefði komið til liðlega 10 prósenta gengisstyrking krónunnar gagnvart evru á undanförnum sex vikum. Glitni er aðeins heimilt að greiða út bónus til starfsmanna í erlendum gjaldeyri. Fyrirséð er að sá bónus sem þessir sömu stjórnendur eiga tilkall til að fá í sinn hlut á eftir að verða enn hærri samtímis því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Bónuspottur Glitnis mun að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins, en hún er alfarið skipuð erlendum ríkisborgurum. Sá bónus sem þeir stjórnarmenn eiga tilkall til nemur allt að 1.270 milljónum króna, sem þýðir að þeir geta núna vænst þess að fá 424 milljónir króna í sinn hlut á mann. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Bónuspottur til handa stjórnarmönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignarhaldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna. Þeir íslensku stjórnendur sem teljast í hópi lykilstarfsmanna Glitnis eiga tilkall til þess að fá 26,1 prósent af bónuspottinum. Sú fjárhæð nemur núna samanlagt á bilinu 305 til 447 milljóna króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Íslenskir lykilstjórnendur félagsins, sem eiga rétt á hlutdeild í bónusgreiðslunum, eru fyrst og fremst Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, Snorri Arnar Viðarsson, yfirmaður eignastýringar, og Ragnar Björgvinsson aðallögfræðingur. Ef greiðslurnar skiptast bróðurlega á milli þeirra hafa þeir nú þegar tryggt sér að meðaltali á bilinu 102 til 149 milljóna á mann í bónus.Upplýst var um það fyrst í Markaðnum fyrr á þessu ári að umfangsmikið bónuskerfi Glitnis, sem var samþykkt á hluthafafundi í mars í fyrra, hefði virkjast 19. janúar síðastliðinn samhliða því að Glitnir innti af hendi tæplega 99 milljóna evra greiðslu til skuldabréfaeigenda. Samkvæmt skilmálum bónuskerfisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, höfðu stjórnendur Glitnis á þeim tíma þegar unnið sér inn bónus sem nam á bilinu 7,2 til 12,5 milljóna evra, jafnvirði 875 til 1.525 milljóna króna á þáverandi gengi.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, er á meðal íslenskra starfsmanna sem fá háar bónusgreiðslur.Núna mun sá bónuspottur hins vegar sem fyrr segir verða enn stærri vegna boðaðrar útgreiðslu Glitnis til skuldabréfaeigenda á morgun, fimmtudag, upp á tæplega 16,6 milljónir evra. Eftir þá greiðslu hafa lykilstarfsmenn Glitnis tryggt sér bónus sem nemur samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljóna króna. Bónuspotturinn væri enn meiri í krónum talið ef ekki hefði komið til liðlega 10 prósenta gengisstyrking krónunnar gagnvart evru á undanförnum sex vikum. Glitni er aðeins heimilt að greiða út bónus til starfsmanna í erlendum gjaldeyri. Fyrirséð er að sá bónus sem þessir sömu stjórnendur eiga tilkall til að fá í sinn hlut á eftir að verða enn hærri samtímis því að frekari útgreiðslur til skuldabréfaeigenda Glitnis eru væntanlegar síðar á árinu. Bónuspottur Glitnis mun að stærstum hluta, eða sem nemur 75,9 prósentum af heildarfjárhæðinni, renna til þriggja manna stjórnar félagsins, en hún er alfarið skipuð erlendum ríkisborgurum. Sá bónus sem þeir stjórnarmenn eiga tilkall til nemur allt að 1.270 milljónum króna, sem þýðir að þeir geta núna vænst þess að fá 424 milljónir króna í sinn hlut á mann. Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar er ástæða þess að stjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður var lagður niður. Ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir því að fá greiddan bónus í sinn hlut – og hann hefði sömuleiðis verið umtalsvert lægri.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira