Innlent

Botni kreppunnar náð

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Ýmsar hagtölur sem mæla lífsmörk hagkerfisins benda til þess að botni kreppunnar sé náð. Hagfræðiprófessor segist vona að svo sé, en þó eigi enn eftir að finna lausn á stórum vandamálum.

Ýmsar tölur sem gefa góðar vísbendingar um heilsufar hagkerfisins horfa til betri vegar um þessar mundir.

Lítilsháttar hagvöxtur hefur mælst tvo síðustu ársfjórðunga, bæði í lok árs 2009 og byrjun þessa árs. Í mars og apríl jókst velta í hagkerfinu um fjórtán prósent frá fyrstu tveim mánuðum ársins og gefur því hugsanlega vísbendingu um áframhaldandi hagvöxt þriðja fjórðunginn í röð.

Ársverðbólgan í júní mældist 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2007.

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi er um 0,4 prósentustigum minna en á sama ársfjórðungi í fyrra og nemur nú 8,7 prósentum.

Og kaupmáttur jókst á ársgrundvelli í júní í fyrsta sinn frá því fyrir kreppu í janúar 2008.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Hásóla Íslands, vonar að kreppunni sé lokið, þó næstu skref ráði miklu um það. Hann segir að þó tölurnar séu góðs viti eigi enn eftir að finna lausn á stórum vandamálum á borð við gjaldmiðlamálin og hallarekstur ríkissjóðs.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×