Innlent

Brjóstabollur með kaffinu - brjóstanna vegna

Erla Hlynsdóttir skrifar
Brjóstabollan verður seld fram á sunnudag
Brjóstabollan verður seld fram á sunnudag
Sala á svokölluðum brjóstabollum hófst í bakaríum Landssambands bakarameistara í dag. Brjóstabollurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þær verða seldar til og með komandi sunnudegi, sem er mæðradagurinn.

Styrktarfélagið Göngum saman stendur að sölunni í samstarfið við bakarana.

„Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna," segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá efnis styrktarfélagið til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum í Reykjavík á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni  klukkan ellefu og gengið um dalinn í um það bil klukkustund.

Mæðradagsganga verður einnig frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn klukkan eitt.

Göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, annaðhvort með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman.

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.

Vefsíða Styrktarfélagsins Göngum saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×