Innlent

Brot Baldurs eru stórfelld

Baldur Guðlaugsson fékk tveggja ára fangelsi.
Baldur Guðlaugsson fékk tveggja ára fangelsi.
Brot Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins eru stórfelld samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá segir ennfremur að Baldur hafi misnotað stöðu sína sem opinber starfsmaður og því þyngist refsing hans um helming. Baldur var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi.

Baldur var ákærður í sex liðum en var sýknaður af einum lið og hluta af ákærulið 2.

Baldur seldi hlutabréfin í Landsbankanum 17. og 18. september 2008, eða rétt fyrir hrun Landsbankans.

Héraðsdómur gerir ávinning hlutabréfasölunnar upptækan eða alls 192 milljónir króna, en féð er á bankareikningi Baldurs í Arion banka.

Þá skal Baldur greiða lögmanni sínum fjórar og hálfa milljón króna.

Þetta er fyrsta mál sérstaks saksóknara sem dæmt er í.


Tengdar fréttir

Baldur fékk tvö ár óskilorðsbundið

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og verður söluandvirði hlutabréfa hans í Landsbankanum gert upptækt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×