Innlent

Bubbi: Óli Björn var sauðdrukkinn á mótmælunum

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins var færður til af lögreglunni fyrir utan þinghúsið sl. mánudagskvöld.
Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins var færður til af lögreglunni fyrir utan þinghúsið sl. mánudagskvöld.
Bubbi Morthens segir að varaþingmaðurinn Óli Björn Kárason hafi verið sauðdrukkinn á mótmælunum á Austurvelli í byrjun vikunnar. Hann segir að varaþingmaðurinn hafi átt erfitt með að tala sökum mikillar drykkju.

Vísir greindi frá því á þriðjudagsmorgun að Óli Björn hefði verið fjarlægður af lögreglu kvöldið áður en sjálfur sagði varaþingmaðurinn að um misskilning væri að ræða. „Ég var staddur fyrir utan girðinguna. Það var gripið í mig og mér hent inn fyrir girðinguna. Lögreglan bjargaði mér og ég er afar þakklátur henni fyrir það," sagði Óli Björn ennfremur.

Sorglegt augnablik, segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens.
Bubbi fjallar um málið í pistli á Pressunni og segir meðal annars: „Ég vissi að það væri fólk á þingi sem væri bólgið út af hroka, meira að segja varaþingmenn sem mættu sauðdrukknir í mótmæli og voru vart mælandi sökum of mikillar drykkju, líkt og varaþingmaður Þorgerðar Katrínar, hann Óli Björn Kárason sem vildi ræða við mig. Ég var alveg til í það, en hann var bara svo ekki fær um það. Það var sorglegt augnablik."

Þá segir Bubbi: „Ég er haldin samskonar veikleika og hann, en ég gat ekkert sagt né gert fyrir hann, vissi að hann myndi lenda í vandræðum, hann var þannig stemmdur."


Tengdar fréttir

Óli Björn þakkar lögreglunni fyrir björgunina

„Ég var staddur fyrir utan girðinguna. Það var gripið í mig og mér hent inn fyrir girðinguna. Lögreglan bjargaði mér og ég er afar þakklátur henni fyrir það" segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir sagði frá því í morgun að Óli Björn hafi verið fjarlægður af lögreglunni. Óli Björn segir þá fullyrðingu vera misskilning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×