Innlent

Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi - ætlar ekki að áfrýja

SB skrifar
Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir.
Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir.

Maður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók ölvaður á vitlausum vegarhelmingi á Grindavíkurvegi og lenti árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Maðurinn slasaðist talsvert við áreksturinn en ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést. Í dómnum kemur fram að maðurinn gekkst við sök undanbragðalaust og játaði þær sakir sem bornar voru á hann í ákæru.

Kristjáni B. Thorlacius, lögmaður mannsins, segir að skjólstæðingur hans muni una dómnum. Því verður honum ekki áfrýjað af hálfu hins dæmda. Fjórir mánuðir af þeim sex sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi honum til refsingar eru skilorðsbundir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×