Innlent

Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál

Ágúst segir alvarlegt ef prófessor fái dóm fyrir ritstuld.
Ágúst segir alvarlegt ef prófessor fái dóm fyrir ritstuld.

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld.

Þann 13. mars síðastliðinn dæmdi Hæstiréttur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við HÍ, sekan um ritstuld. Af því tilefni spurði Vísir rektor Háskólans á Bifröst að því hvernig hann myndi bregðast við ef slíkt mál kæmi upp í hans skóla.

„Slíkt hefur ekki komið fyrir í Háskólanum á Bifröst en hæstaréttadómur yfir prófessor fyrir ritstuld er grafalvarlegt mál. Háskólinn á Bifröst myndi taka mjög afdráttarlaust á slíku, sagði Ágúst.

Hvorki náðist í Svöfu Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík, Þorstein Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, né Ólaf Proppe, rektor Kennaraháskólans.


Tengdar fréttir

Opinberun Hannesar fyrir helgi

Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið.

Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld

Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×