Ekki minn unglingur Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. september 2016 11:21 Langflestir unglingar á Íslandi stunda heilbrigt líferni og hafa það nokkuð gott, samkvæmt niðurstöðum rannsókna R&G, sem leggur reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á landinu. Það eru góð tíðindi, en hins vegar er alltaf ákveðinn hluti unglinga sem leitar í áfengis- eða vímuefnaneyslu. Ástæðurnar misjafnar og aðstæður þeirra sömuleiðis. Tilhneygingin er samt sú að þessir unglingar virðast finna hvern annan, þvert yfir borgarhluta og jafnvel landshluta. Í starfi mínu tengt félagsmiðstöðvum í Reykjavík fékk ég að taka þátt í stóru samstarfsverkefni fjögurra sviða hjá Reykjavíkurborg. Verkefnið fólst í að finna lausn og mæta þörfum unglinga og ungmenna sem áttu það sameiginlegt að neyta vímuefna og vanrækja hversdagslegar athafnir sem teljast nauðsynlegar til eðlilegs þroska. Hópuðust þessir unglingar og ungmenni saman í miðbæ Reykjavíkur og höfðu ógnandi áhrif á umhverfi sitt. Komu þau víða að af stór-höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sviðin fjögur enduðu á að búa til sex vikna prógram sem nokkrum unglingum og ungmennum var boðið að taka þátt í. Úrræðið var mótað með unglingunum/ungmennunum og því var það í takt við þarfir þeirra. Foreldrar þeirra sem, eins og gefur að skilja, voru orðnir vonlausir og algjörlega úrræðalausir, tóku vel í verkefnið og sögðu eftir á að það hefði haft jákvæð áhrif á líf barna þeirra. Ekki nóg með að unglingarnir, ungmennin og foreldrarnir hefðu jákvæða upplifun af verkefninu, þá bentu kannanir (sem gerðar voru reglulega yfir tímabilið) til þess að verkefnið hafði jákvæð áhrif á viðhorf þátttakendanna. Og þeir sögðust allir vilja aftur taka þátt í samskonar verkefni, stæði það til boða. Enda veitti velferðaráð Reykjavíkurborgar þessu verkefni sérstök hvatningarverðlaun á vordögum 2016. Og hvað svo? Ekkert.Undirritaður kynnti verkefnið (ásamt fleirum) fyrir forsvarsmönnum sviða Reykjavíkurborgar og pólitískum fulltrúum þeirra með von um að því yrði haldið áfram. Vissulega voru allir voða kátir með verkefnið, en þó var enginn til í að fjármagna það né fóstra áfram, þrátt fyrir að það kosti einungis ca. þrjár til fimm milljónir á ári (fer eftir útfærslu), sem er mjög lítið miðað við önnur úrræði, svo ekki sé talað um kostnaðinn við að gera ekkert. Mánuðirnir liðu og nú er kominn ágúst. Ári síðar. Ekkert hefur gerst í þessum málefnum.Það er mikil nauðsyn á úrræði á vegum hins opinbera sem bregst við á fyrstu stigum áhættuhegðunar unglinga. Samstarfsúrræði þvert á svið. Snemmtækt og raunhæft úrræði á forsendum unglinganna. Úrræði án refsinga, hótana eða annarra þvingandi aðferða. Í dag virðist aðeins brugðist við þegar allt er orðið svart og þá helst þegar umhverfið hefur þjáðst nægjanlega mikið. Ég beini orðum mínum ekki einungis til Reykjavíkurborgar, því sveitarfélögin í kring eiga einnig að axla ábyrgð og að sjálfsögðu ríkið – helst þó öll í sameiningu. Tek skýrt fram að ég er ekki að kalla eftir innihaldslausri stefnu, heldur úrræði sem mótað er með hliðsjón af raunveruleikanum.Hafandi starfað á vettvangi barna, unglinga og ungmenna í áratug veit ég fyrir víst að vímuefnaneysla unglinga er sjaldnast ófyrirsjáanleg. Vísbendingarnar birtast oft strax í fyrstu bekkjum grunnskóla. En kerfið bíður og bíður og bíður... þangað til það er orðið of seint eða óþarflega mikill skaði skeður. Forsetinn okkar, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í sínu fyrsta ávarpi að við þyrftum að hlúa að æsku landsins og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Í bílakjöllurum, verslunarmiðstöðvum, undirgöngum, inn á sumum heimilum og tilfallandi opinberum stöðum, er hluti af æsku landsins sem er hjálpar þurfi. Unglingar og ungmenni sem ekki fá uppfylltar sínar þarfir og leita því lausna með öðrum leiðum. Oft eru vímuefni bara það skásta sem er í boði. Ég tel mig vita fyrir víst að lang flest þeirra ungmenna sem leita svo snemma í vímugjafa, kusu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. Samspil óheppilegra spila á hendi ásamt skorti á uppfylltum þörfum vísa veginn. Það er til lausn. Ég hef séð hana virka og hún er ekki dýr. Guðni, eigum við ekki að hittast yfir kaffibolla og koma henni í farveg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Langflestir unglingar á Íslandi stunda heilbrigt líferni og hafa það nokkuð gott, samkvæmt niðurstöðum rannsókna R&G, sem leggur reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á landinu. Það eru góð tíðindi, en hins vegar er alltaf ákveðinn hluti unglinga sem leitar í áfengis- eða vímuefnaneyslu. Ástæðurnar misjafnar og aðstæður þeirra sömuleiðis. Tilhneygingin er samt sú að þessir unglingar virðast finna hvern annan, þvert yfir borgarhluta og jafnvel landshluta. Í starfi mínu tengt félagsmiðstöðvum í Reykjavík fékk ég að taka þátt í stóru samstarfsverkefni fjögurra sviða hjá Reykjavíkurborg. Verkefnið fólst í að finna lausn og mæta þörfum unglinga og ungmenna sem áttu það sameiginlegt að neyta vímuefna og vanrækja hversdagslegar athafnir sem teljast nauðsynlegar til eðlilegs þroska. Hópuðust þessir unglingar og ungmenni saman í miðbæ Reykjavíkur og höfðu ógnandi áhrif á umhverfi sitt. Komu þau víða að af stór-höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sviðin fjögur enduðu á að búa til sex vikna prógram sem nokkrum unglingum og ungmennum var boðið að taka þátt í. Úrræðið var mótað með unglingunum/ungmennunum og því var það í takt við þarfir þeirra. Foreldrar þeirra sem, eins og gefur að skilja, voru orðnir vonlausir og algjörlega úrræðalausir, tóku vel í verkefnið og sögðu eftir á að það hefði haft jákvæð áhrif á líf barna þeirra. Ekki nóg með að unglingarnir, ungmennin og foreldrarnir hefðu jákvæða upplifun af verkefninu, þá bentu kannanir (sem gerðar voru reglulega yfir tímabilið) til þess að verkefnið hafði jákvæð áhrif á viðhorf þátttakendanna. Og þeir sögðust allir vilja aftur taka þátt í samskonar verkefni, stæði það til boða. Enda veitti velferðaráð Reykjavíkurborgar þessu verkefni sérstök hvatningarverðlaun á vordögum 2016. Og hvað svo? Ekkert.Undirritaður kynnti verkefnið (ásamt fleirum) fyrir forsvarsmönnum sviða Reykjavíkurborgar og pólitískum fulltrúum þeirra með von um að því yrði haldið áfram. Vissulega voru allir voða kátir með verkefnið, en þó var enginn til í að fjármagna það né fóstra áfram, þrátt fyrir að það kosti einungis ca. þrjár til fimm milljónir á ári (fer eftir útfærslu), sem er mjög lítið miðað við önnur úrræði, svo ekki sé talað um kostnaðinn við að gera ekkert. Mánuðirnir liðu og nú er kominn ágúst. Ári síðar. Ekkert hefur gerst í þessum málefnum.Það er mikil nauðsyn á úrræði á vegum hins opinbera sem bregst við á fyrstu stigum áhættuhegðunar unglinga. Samstarfsúrræði þvert á svið. Snemmtækt og raunhæft úrræði á forsendum unglinganna. Úrræði án refsinga, hótana eða annarra þvingandi aðferða. Í dag virðist aðeins brugðist við þegar allt er orðið svart og þá helst þegar umhverfið hefur þjáðst nægjanlega mikið. Ég beini orðum mínum ekki einungis til Reykjavíkurborgar, því sveitarfélögin í kring eiga einnig að axla ábyrgð og að sjálfsögðu ríkið – helst þó öll í sameiningu. Tek skýrt fram að ég er ekki að kalla eftir innihaldslausri stefnu, heldur úrræði sem mótað er með hliðsjón af raunveruleikanum.Hafandi starfað á vettvangi barna, unglinga og ungmenna í áratug veit ég fyrir víst að vímuefnaneysla unglinga er sjaldnast ófyrirsjáanleg. Vísbendingarnar birtast oft strax í fyrstu bekkjum grunnskóla. En kerfið bíður og bíður og bíður... þangað til það er orðið of seint eða óþarflega mikill skaði skeður. Forsetinn okkar, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í sínu fyrsta ávarpi að við þyrftum að hlúa að æsku landsins og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Í bílakjöllurum, verslunarmiðstöðvum, undirgöngum, inn á sumum heimilum og tilfallandi opinberum stöðum, er hluti af æsku landsins sem er hjálpar þurfi. Unglingar og ungmenni sem ekki fá uppfylltar sínar þarfir og leita því lausna með öðrum leiðum. Oft eru vímuefni bara það skásta sem er í boði. Ég tel mig vita fyrir víst að lang flest þeirra ungmenna sem leita svo snemma í vímugjafa, kusu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. Samspil óheppilegra spila á hendi ásamt skorti á uppfylltum þörfum vísa veginn. Það er til lausn. Ég hef séð hana virka og hún er ekki dýr. Guðni, eigum við ekki að hittast yfir kaffibolla og koma henni í farveg?
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun