Erlent

Fellibylurinn Ingrid nálgast Mexíkó

Elimar Hauksson skrifar
Meira en 5000 manns hafa þurft að rýma heimili sín og neyðarskýli hafa verið sett upp
Meira en 5000 manns hafa þurft að rýma heimili sín og neyðarskýli hafa verið sett upp
Fellibylurinn Ingrid hefur styrkst síðustu daga en búist er við að fellibylurinn muni berast til Mexíkó á mánudag.

Hitabeltisstormurinn var í gærkvöldi um 300 kílómetra austur af ströndum Mexíkó og gangi spár eftir mun hann verða annar fellybilurinn sem lendir á Mexíkó á þessu stormtímabili.

Yfirvöld í fylkinu Veracruz hafa sett af stað rýmingu og nú þegar hafa rúmlega 5000 manns þurft að rýma heimili sín. Neyðarskýli hafa verið sett upp á svæðinu en mikil hætta er talin á flóðum og aurskriðum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×