Innlent

Fjárdrátturinn í HÍ nemur 8 til 9 milljónum - málinu vísað til lögreglu

Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor.
Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor. Mynd/Anton Brink
Talið er að fjárdráttur háttsetts starfsmanns Háskóla Íslands sem vísað hefur verið frá störfum nemi um átta til níu milljónum á fimm ára tímabili. Málinu hefur verið vísað til lögreglu. Þetta staðfestir Kristín Ingólfsdóttir rektor háskólans í samtali við fréttastofu.

Kristín segir að þegar málið hafi komið upp við innri endurskoðun hafi verið ákveðið að vísa málinu til Ríkisendurskoðunar. Embættið skilaði rektor skýrslu um málið í morgun og varð niðurstaðan sú að vísa málinu til lögreglu.


Tengdar fréttir

Fjárdráttur í Háskóla Íslands

Háttsettum starfsmanni Háskóla Íslands hefur verið vikið frá störfum en maðurinn er grunaður um fjárdrátt. Ekki liggur fyrir um hve miklar upphæðir ræðir en málið mun vera í rannsókn. Heimildir fréttastofu herma að grunur leiki á að fjárdrátturinn nái aftur til ársins 2007.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×