Menning

Fjölmargir reiðubúnir til að dansa við Snorra eftir andlát

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Snorri segist í samtali við Vísi vera tilbúinn að hefjast handa við verkefni sitt.
Snorri segist í samtali við Vísi vera tilbúinn að hefjast handa við verkefni sitt. vísir/snorri ásmundsson
Listamanninum Snorra Ásmundssyni hefur borist nokkur tilboð frá einstaklingum sem tilbúnir eru til að leyfa honum að dansa við jarðneskar leifar sínar eftir andlát. Snorri hefur reglulega frá árinu 2008 auglýst eftir líkamsleifum með það að markmiði fá efnivið í myndbandsverk, en að sögn aldrei borist eins mörg tilboð og nú.

Snorri segist í samtali við Vísi hafa borist þó nokkur tilboð á undanförnum dögum, en ekkert frá deyjandi einstaklingum. Hann segist þó eiga von á að geta hafist handa við verkefni sitt í náinni framtíð, auglýsing hans hafi vakið gríðarlega athygli, sem nú hafi ratað í erlenda fjölmiðla.

Áður hefur honum borist tilboð frá íslenskum manni með banvænan sjúkdóm. Snorri segir hann þó hafa læknast af sjúkdómnum og hófst leit hans að öðrum einstaklingi því að nýju. Hann segir það lítið mál að kaupa lík í Mexíkó eða Kína, en hefur lítinn áhuga á því. Það sé siðblinda og setur hann því þau skilyrði að fólk gefi samþykki sitt. Þá hafi einhverjir sett fram sín eigin skilyrði, en einn þeirra biður um að lagið The things you left í flutningi the Flying Lotus verði spilað á meðan dansinn stendur yfir.

Snorri hyggst dansa við við líkið í um klukkustund áður en hann skilar því aftur, og heitir því að skila því í „sama ástandi og hann fékk það.“

Einn setur þau skilyrði að þetta lag verði spilað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.