Innlent

Fjórir borgarfulltrúar orðaðir við oddvitann

Valur Grettisson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson situr á þingi þessa dagana.
Guðlaugur Þór Þórðarson situr á þingi þessa dagana.
„Ég neita ekki því að það hefur verið talað við mig,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gærkvöldi að háværar raddir hefðu verið uppi á meðal sjálfstæðismanna um að Guðlaugur væri að íhuga að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Spurður hvort það sé óhætt að segja að hann íhugi að bjóða sig fram, svaraði Guðlaugur: „Ég er á kafi í öðrum verkefnum eins og er og hugsunin er ekkert komin mikið lengra en það.“

Til þessa hafa fjórir einstaklingar mest verið í umræðunni um oddvitasætið. Það eru borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson, sem hefur staðfest að hann sækist eftir oddvitasæti, og Kjartan Magnússon, sem segir það koma vel til greina að hann bjóði sig fram í oddvitasætið.

Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafa svo ekki enn gefið upp hvað þau ætla sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×