Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 21:15 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira