Innlent

Framlag til Kvikmyndasjóðs aukið í ríflega milljarð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd/Stefán
Í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2013 hækkar framlag til Kvikmyndasjóðs Íslands í ríflega einn milljarð.

Bróðurhluta aukningarinnar má rekja til fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir 470 milljón króna aukaframlagi til Kvikmyndasjóðs árlega næstu þrjú árin.

Framlag til Kvikmyndasjóðs í fyrra var 515 milljónir króna, en í fjárlögum fyrir árið 2013 er framlagið 1.020 milljónir króna.

Samhliða þessari hækkun hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands unnið að breytingum á styrkjakerfi Kvikmyndasjóðs þannig að úr verði skilvirkara og öflugra fyrirkomulag.

Í ljósi styrkari stöðu Kvikmyndasjóðs eru umsækjendur sem hlutu jákvæða umsögn ráðgjafa, en hlutu ekki vilyrði vegna fjárveitingaskorts, hvattir til að skila inn nýrri og uppfærðri umsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×