Innlent

Fyrrverandi eigendur geta kaupleigt íbúðirnar sínar

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Hundruð íbúða sem íbúðalánasjóður hefur keypt á nauðungarsölu verða boðnar fyrrverandi eigendum til kaupleigu á næstu mánuðum - án útborgunar, samþykki alþingi hugmyndina.

Gagnrýnt hefur verið að hundruð íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur keypt á nauðungarsölum standi tómar, sjóðnum og þjóðinni, til byrði. En sjóðnum hefur ekki mátt leigja þær á almennum markaði.

Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar samþykkt frumvarp sem - ef alþingi samþykkir það - heimilar sjóðnum að bjóða íbúðir til kaupleigu. Í dag á sjóðurinn um 800 íbúðir á landinu.

Byrjað verður á þeim 250 íbúðum sem nú eru leigðar fólki sem átti eða leigði íbúðirnar við nauðungaruppboð - en allar íbúðir sjóðsins fara svo inn í kerfið.

Útfærslan gæti breyst, en verður um það bil svona:

Ef markaðsvirði íbúðar er 20 milljónir króna, mun fólk greiða 20% verðsins í leigu fyrstu þrjú árin. Sum sé, fjórar milljónir króna sem dreifast vaxta- og verðbótalaust á 36 mánuði.

Það gerir um 111 þúsund krónur á mánuði að viðbættu rekstrarálagi sem sjóðurinn innheimtir vegna fasteignagjalda, viðhalds og þess háttar.

Kjósi fólk eftir 3 ár að kaupa íbúðina - reiknast þessar fjórar milljónir sem inneign - restin er greidd með venjulegu fasteignaláni frá Íbúðalánasjóði og leigjandinn verður formlegur eigandi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×