Innlent

Besti flokkurinn bætir gríðarlega við sig í fylgi

Besti flokkurinn fékk 12,7 prósent í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins í mars en mælist nú með 23,4 prósent og fengi fjóra af fimmtán borgarfulltrúum. Hann mælist með meira fylgi en Samfylkingin og er næst stærsti flokkurinn í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 9,4 prósentustigum frá síðustu könnun og mælist nú með 30 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn lækkar um tæp tvö prósentustig og missir sinn mann. Aðrir nýjir flokkar ná ekki manni en Vinstri grænir bæta við sig töluverðu fylgi frá síðustu könnun og eru nú með 17 prósent og tvo borgarfulltrúa.

Samfylkingin heldur sínum fjórum borgarfulltrúum en tapar samt rúmum þremur prósentustigum og er nú með 22,8 prósent.

Könnunin var gerð síðastliðinn fimmtudag. Hringt var í 800 manns eftir slembiúrtaki og tóku 58,8 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar um hvaða lista fólk myndi kjósa ef kosið yrði nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×