Fótbolti

Hákon Arnar skoraði og U19 ára lið FCK er bikar­meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mynd/fck

Hákon Arnar Haraldsson skoraði eitt marka FCK er undir nítján ára lið félagsins varð danskur bikarmeistari í kvöld.

FCK vann 3-1 sigur á Nordsjælland í kvöld en Nordsjælland komst yfir í fyrri hálfleik. FCK jafnaði metin á 54. mínútu.

Hákon átti svo þátt í uppspilinu að marki númer tvö hjá FCK og skoraði svo sjálfur þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok.

Hákon var svo tekinn af velli í uppbótartíma en hann er yngri bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar, leikmanns ÍA.

Hann gekk í raðir FCK fyrir rúmu ári síðan og hefur gert það gott í U19 ára liði félagsins en einnig hefur hann fengið tækifæri með varaliðiu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×