Erlent

Gífurleg eyðilegging í Oklahoma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sum hús hafa gereyðilagst.
Sum hús hafa gereyðilagst. Mynd/ afp.



Uppfært 06:37


Að minnsta kosti 91, þar af 20 börn, eru talin af eftir að risavaxinn hvirfilbilur fór um úthverfi Oklahoma City í gær, að sögn opinberra aðila. Verst varð bærinn Moore úti; bær þar sem bjuggu um 55 þúsund manns, en skýstrókurinn lagði hús þar gersamlega í rúst. Um 150 eru slasaðir og njóta aðhlynningar á sjúkrahúsi. Barak Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu.

Hvirfilbilurinn er með þeim stærri sem sést hafa; 3 kílómetra breiður og fór um á hraða sem nemur 320 kílómetrum á klukkustund. Fólk á svæðinu hafði verið varað við óveðri sem nálgaðist en svo virðist sem hvirfilbilurinn hafi verið öflugri og komið fyrr en ráð var fyrir gert.

...

Ástandið í Oklahoma í Bandaríkjunum er vægast sagt hrikalegt eftir óveður sem geysaði þar í kvöld. Hvirfilbylur skók borgina í kvöld með þeim afleiðingum að nokkrar byggingar fóru í rúst, eldar kviknuðu og fjölskyldur hrökkluðust af heimilum sínum.

Þegar hafa borist tilkynningar um slys á fólki og yfirvöld segja að nokkrir kunni að vera fastir. Björgunarmenn eru að störfum víða, einkum í úthverfinu Moore, eftir því sem fram kemur á vef New York Times. Gatnakerfið er illa farið og lögreglan segir að það hamli björgunarstörfum.

Talsmaður borgarstjórnar segir að ekki sé vitað hve margir hafi slasast í Moore. Verið sé að kanna hversu mikið tjónið sé. 

Action News 5 - Memphis, Tennessee




Fleiri fréttir

Sjá meira


×