Innlent

Gögnum um Glitni lekið á Netið

Bjarni Ármansson er sagður hafa látið Glitni fjármagna einkaneyslu.
Bjarni Ármansson er sagður hafa látið Glitni fjármagna einkaneyslu.
Upplýsingum og gögnum um starfsemi Glitnis banka fyrir hrun hefur verið lekið á Netið.

Gögnin eru aðgengileg á heimasíðunni ljóst.is en það er samtökin The Associated Whistle-Blowing Press sem segjast bera ábyrgð á lekanum. Samtökin fullyrða að gögnin séu ósvikin og að í þeim megi meðal annars finna upplýsingar um hvernig Glitnir hafi borgað fyrir einkaneyslu Bjarna Ármanssonar, fyrrverandi forstjóra bankans.

Samtökin segjast vonast til þess að með lekanum megi varpa enn frekari ljósi á bankahrunið og koma í veg fyrir spillingu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×