Viðskipti innlent

Gríðarleg aukning í sölu á fasteignum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þinglýstum samningum um kaup á fasteignum hefur fjölgað gríðarlega.
Þinglýstum samningum um kaup á fasteignum hefur fjölgað gríðarlega.
Það varð gríðarleg aukning í sölu á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu í apríl miðað við tölur sem Fasteignaskrá gaf út í dag.

Þinglýstum kaupsamningum um fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 84% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Þeir voru 147 í fyrra, en 271 í apríl í ár. Sé horft til veltu er aukningin enn meiri, eða um 89%. Hún var um 3,4 milljarðar króna í fyrra en um 6,4 milljarðar í ár.

Svipaða sögu er að segja af samningum á höfuðborgarsvæðinu um sérbýli. Þar fjölgaði kaupsamningum úr 34 frá því í fyrra í 66 í ár, eða um 94%. Miðað við veltu er aukningin um 80%, en hún fór úr tæpum 1,5 milljörðum króna í 2,7 milljarða.




Tengdar fréttir

Fasteignamarkaðurinn rís úr öskustónni

Það er algerlega breytt umhverfi á fasteignamarkaðnum núna, segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 80% í apríl frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Fasteignaskrá sem birtist í dag. „Það er bara mikið um að vera í rauninni. Kaupendur eru í auknum mæli að koma inn á markaðinn og verðið er bara þokkalegt,“ segir Ingibjörg. Hún segir að verðið sé ekki að lækka og allar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að rísa úr öskustónni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×