Innlent

Kannast ekkert við samráð

Skógræktarfélag hafnar því að samráðhafi verið haft um drög að endurskoðuðum náttúruverndarlögum.
Skógræktarfélag hafnar því að samráðhafi verið haft um drög að endurskoðuðum náttúruverndarlögum.

„Umhverfisráðuneytið heldur því fram að samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Íslands við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd,“ segir í athugasemd sem Skógræktarfélagið hefur sent frá sér og kveðst ekki kannast við neitt samráð.

Félagið bendir á að þáverandi formaður nefndar umhverfisráðherra um heildarendurskoðun laganna hafi sent tölvupóst til framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands um það bil hálfu ári eftir skipun nefndarinnar. Áfangaskýrsla nefndarinnar hafi ekki fylgt bréfinu né upplýsingar um störf nefndarinnar eða þá stefnubreytingu sem málið tók í meðförum hennar. Engu að síður hafi verið kallað eftir ábendingum.

„Þann 14. desember síðastliðinn tilkynnir Umhverfisráðuneytið að „drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum“ sé opið til umsagnar til 7. janúar. Þar er gert opinbert í fyrsta skipti að í stað heildarendurskoðunar náttúruverndarlaga er fram komið tilbúið frumvarp til breytinga á nokkrum greinum laga um náttúruvernd,“ segir Skógræktarfélagið enn fremur og telur allt tal um samráð „innan­tómt orðagjálfur“.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×