Erlent

Krabbameinstilfellum fjölgar um 70 prósent á næstu árum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Samkvæmt nýjustu skýrslu um krabbamein í heiminum kemur fram að ósennilegt sé að hægt verði að vinna bug á sjúkdómnum og frekar eigi að einblína á það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ný tilfelli.
Samkvæmt nýjustu skýrslu um krabbamein í heiminum kemur fram að ósennilegt sé að hægt verði að vinna bug á sjúkdómnum og frekar eigi að einblína á það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ný tilfelli. MYND/GETTY
Talið er að krabbameinstilfellum í heiminum muni fjölga um 70 prósent á næstu tveimur áratugum. Árið 2012 greindust 14 milljónir manna með krabbamein en Alþjóðahelbrigðismálastofnunin (WHO) telur að um 25 milljónir manna muni greinast á hverju ári eftir einhvern tíma. Guardian segir frá.

Tilfellum hefur farið fjölgandi síðustu ár og sem dæmi greindust 12,7 milljónir manna með krabbamein árið 2008.

Samkvæmt nýjustu skýrslu um krabbamein í heiminum kemur fram að ósennilegt sé að hægt verði að vinna bug á sjúkdómnum og frekar eigi að einblína á það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ný tilfelli. Ríkustu þjóðir heims eigi nú þegar erfitt með kostnaðinn sem fylgir krabbameinsmeðferðum og fátækari þjóðir séu afar illa í stakk búnar að takast á við slíkan kostnað og hvað þá ef tilfellum fjölgi.

Vandamálið með fjölgun krabbameinstilfella mun leggjast þyngst á fátækustu þjóðirnar. Þær þjóðir eru einnig í meiri hættu á tveimur gerðum krabbameina. Þeim sem verða til vegna sýkinga en meðal slíkra meina má nefna krabbamein í leghálsi og krabbameinum sem fólk fær vegna lífstíls síns en dæmi um slík krabbamein eru þau sem myndast vegna tóbaksnotkunar og áfengisneyslu.

Leghálskrabbamein er enn mikið vandamál í fátækum löndum þar sem ekki er skimað eftir því.

Lungnakrabbamein er algengast hjá körlum og veldur það flestum dauðsföllum þeirra karla sem greinast með krabbamein. Brjóstakrabbamein er algengast hjá þeim konum sem greinast með krabbamein en næst á eftir kemur lungnakrabbamein.

Önnur algengustu krabbameinin eru í maga, ristli og blöðruhálskirtli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×