Innlent

Krefjast sömu leiðréttinga og ráðamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borði var strengdur fyrir utan Alþingishúsið til að minna á málstað öryrkja.
Borði var strengdur fyrir utan Alþingishúsið til að minna á málstað öryrkja. Mynd/ Stefán.
Lífeyrisþegar á Íslandi krefjast þess að lífeyrir þeirra verði leiðréttur afturvirkt til ársins 2008. Öryrkjabandalag Íslands segir að þetta hafi verið gert við laun æðstu embættismanna ríkisins hjá kjararáði í október 2011 og krefst þess að skerðingar á réttindum lífeyrisþega sem komið hafa til framkvæmda frá árinu 2008 til dagsins í dag verði leiðréttar að sama skapi.

Öryrkjabandalag Íslands skipulagði táknrænan gjörning við Alþingishúsið í dag þar sem formaður bandalagsins las forystu ríkisstjórnarflokkanna stefnu bandalagsins á hendur stjórnvöldum fyrir að virða ekki 69. grein laga um almannatryggingar og hneppa með því stóran hóp fólks í fjötra fátæktar. Til að undirstrika alvarleika málsins var Alþingi skilgreint sem brotavettvangur og svæðið fyrir framan Alþingishúsið afmarkað með borðum sem báru áletrunina „Varúð hér er fátækt leidd í lög."



Forystumenn öryrkjabandalagsins ásamt forystumönnum ríkisstjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×