Viðskipti innlent

Lækka vexti á nýjum íbúðalánum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka verðtryggða húsnæðislánavexti. Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. Annars vegar lækka vextir verðtryggðra húsnæðislána sem takmarkast við 70% af fasteignamati og fyrsta veðrétt í 4,10% fasta vexti í 5 ár. Hins vegar lækka vextir verðtryggðra viðbótarlána sem takmarkast við 80% af markaðsverði í 4,95% fasta vexti í 5 ár.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að góðar viðtökur á sértryggðum skuldabréfum sem Íslandsbanki hefur gefið út í Kauphöll Íslands geri bankanum kleift að lækka vextina en þeir taka m.a. mið af þróun vaxta á skuldabréfamarkaði og þeim kjörum sem Íslandsbanki fær á sértryggð skuldabréf sem seld eru hverju sinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×