Innlent

Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði

Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar.

Notast verður við neðajsjávarmyndavél og fleiri mælitæki. Jafnframt ætla þeir að reyna að meta hversu mikið er af dauðri síld í fjörum fjarðarins.

Komið er í ljós að fleiri tegundir en síld, hafa drepist í firðinum að undanförnu, sennilega vegna ofkælingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×