Enski boltinn

Messan: Gylfi fékk SMS frá Villas-Boas eftir Slóveníuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sunnudagsmessunni á Páskadag og hann talaði þar við Guðmund og Hjörvar Hafliðason um Gylfa Þór Sigurðsson og stöðu hans hjá Tottenham.

Hannes rifjaði meðal annars upp markið sem Gylfi skoraði í landsleiknum á móti Slóveníu en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði þá beint úr aukaspyrnu.

„Þetta er sennilega ótrúlegast mark sem ég hef séð og pottþétt það sem ég hef orðið vitni af á vellinum. Þetta var algjörlega ótrúlegt mark. Gylfi hefur verið að sýna svakalega hluti með landsliðinu og er síðan alltaf að koma sterkari og sterkari inn hjá Tottenham," sagði Hannes.

„Vonandi er þetta landsliðsdæmi að hjálpa honum og þjálfarinn að öðlast meiri trú á honum. Ég veit af SMS sem Gylfi fékk frá Villas-Boas eftir leikinn þar sem að hann sagði: "Well done Gylfi, finishing touch is back"," sagði Hannes.

Það er hægt að sjá alla umræðu strákana í Messunni með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×