Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 13:05 Manneskjur með trúðsgrímur hafa hrellt íbúa Grafarvogs yfir helgina og hafa meðal annars ónáðað börn í hverfinu. Vísir „Ég bara fraus,“ segir Nanna Dröfn Harðardóttir, íbúi í Grafarvogi, sem varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að manneskja með óhugnanlega trúðsrgrímu bankaði á glugga á heimili hennar í gærkvöldi og starði inn í húsið. „Hann byrjaði á því að banka, Ég sá ekki neitt. Ég sat við gluggann og var að læra. Svo heyri ég aftur dynk og þá birtist hann við gluggann og starir heillengi inn. Svo hverfur hann,“ segir Nanna í samtali við Vísir um málið en niðamyrkur var úti þegar þetta átti sér stað og atvikið því frekar ógnvænlegt. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í morgun en þar er rakið hvert upphaf þessa æðis er en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Spurð hvernig henni varð við segir hún tilfinninguna hafa verið afar óþægilega. „Maður bara fraus. Ég bara vona að hann komi ekki aftur. Ég er með yngri börn og þær hefðu dáið úr hræðslu. En sem betur fer urðu þær ekki vitni að þessu. Þær hefðu dáið úr hræðslu.“ Hún segist hafa heyrt af því að manneskja með óhugnanlega trúðsgrímu hafi einnig ónáðað fólk neðar í götunni hennar og verið að ónáða börn. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, segir lögregluna hafa málið til rannsóknar en tilkynningar um hrollvekjandi trúða bárust henni á föstudagskvöld og sunnudagskvöld. „Það er grunur um að þetta séu ungir piltar,“ segir Valgarður og nefnir að talið sé að þeir séu í efstu bekkjum grunnskóla. „Þeir hafa verið að angra fólkið í hverfinu með þessu.“ Tengdar fréttir Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ég bara fraus,“ segir Nanna Dröfn Harðardóttir, íbúi í Grafarvogi, sem varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að manneskja með óhugnanlega trúðsrgrímu bankaði á glugga á heimili hennar í gærkvöldi og starði inn í húsið. „Hann byrjaði á því að banka, Ég sá ekki neitt. Ég sat við gluggann og var að læra. Svo heyri ég aftur dynk og þá birtist hann við gluggann og starir heillengi inn. Svo hverfur hann,“ segir Nanna í samtali við Vísir um málið en niðamyrkur var úti þegar þetta átti sér stað og atvikið því frekar ógnvænlegt. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í morgun en þar er rakið hvert upphaf þessa æðis er en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Spurð hvernig henni varð við segir hún tilfinninguna hafa verið afar óþægilega. „Maður bara fraus. Ég bara vona að hann komi ekki aftur. Ég er með yngri börn og þær hefðu dáið úr hræðslu. En sem betur fer urðu þær ekki vitni að þessu. Þær hefðu dáið úr hræðslu.“ Hún segist hafa heyrt af því að manneskja með óhugnanlega trúðsgrímu hafi einnig ónáðað fólk neðar í götunni hennar og verið að ónáða börn. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, segir lögregluna hafa málið til rannsóknar en tilkynningar um hrollvekjandi trúða bárust henni á föstudagskvöld og sunnudagskvöld. „Það er grunur um að þetta séu ungir piltar,“ segir Valgarður og nefnir að talið sé að þeir séu í efstu bekkjum grunnskóla. „Þeir hafa verið að angra fólkið í hverfinu með þessu.“
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30