Mörður furðar sig á tímasetningunni Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2015 11:43 Ekki er einfalt að koma Merði úr stjórn RÚV, enda flækjast menn úr einni vitleysunni í aðra þegar þeir reyna að finna heila brú í hvernig samskiptum fjölmiðilsins og hins opinbera skal háttað. Stjórnarformaður stjórnar RÚV, Guðlaugur G. Sverrisson, fór fram á það í gær, á stjórnarfundi, við Mörð Árnason stjórnarmann að hann viki af fundi. Þetta var á forsendum athugasemdar menntamálaráðuneytisins og fjölmiðlanefndar þess efnis að Mörður sé vanhæfur til setu í stjórninni vegna ákvæða í laga þess efnis að kjörinn fulltrúi eigi ekki að sitja í stjórn RÚV ohf. Guðlaugur tjáði Merði að ef hann vildi ekki hlíta því þá yrði kosið um málið, og það væri meirihluti á bak við þann vilja að Mörður færi frá. Mörður hins vegar neitaði að yfirgefa fundinn og vitnaði í því sambandi meðal annars í hlutfélagalög, 64. grein, þar sem kemur meðal annars fram að einungis væri á valdi þeirra sem skipa í stjórn að gera stjórnarmanni að víkja. Enda einkennilegt ef meirihluti stjórnar getur losað sig við hvern þann „óþægilegan“ sem þeim sýnist bjóði þeim svo við að horfa. Niðurstaðan var sú að beina beina því til Alþingis að fjalla um hæfi Marðar, sem segist ánægður með þá niðurstöðu, í samtali við Vísi. Að það verði skoðað hvort hann, og aðrir stjórnarmenn, séu hæfir eða ekki. Málið er hið snúnasta, sem svo í sjálfu sér varpar ljósi á það í hverskyns flækju þessi samskipti ríkisins og RÚV eru í raun.Tilmæli fjölmiðlanefndarForsenda þessa erindis Guðlaugs eru tilmæli frá fjölmiðlanefnd, sem Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar undir, þar sem bent er á samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið megi kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitarstjórna séu ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins. Þar er bent á að Mörður sé varaþingmaður Samfylkingarinnar og hafi setið á þingi meðan hann var aðalmaður í stjórn RÚV. „Fjölmiðlanefnd telur þessa skipun varla samræmast 5. mgr. 9. gr. laga um ríkisútvarpið og vill benda mennta- og menningarmálaráðuneytinu á að taka málið til skoðunar.“ Bréfið er stílað á Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra og er dagsett 21.12.2015.Mörður gerði mistökÞetta vekur ýmsar spurningar. Af hverju núna, þegar verulegur ágreiningur hefur verið um frumvarp menntamálaráðherra um RUV? Fundurinn sem Mörður sat var í sumar, fyrir nokkrum mánuðum. Og annað sem þessu tengist er svo það að fjöldi annarra stjórnarmanna gæti talist vanhæfur einnig, en það er líkt og ekkert hafi verið hugsað út í það. Stutt er í að kosið verði á ný í stjórn RÚV, en samkvæmt hlutafélagalögum skal það gert í upphafi hvers árs. „Mér finnst eins og fiskur liggi undir steini en vil ekki spá í hvað kynni að vera hér að baki. Ábendingin er áhugaverð, en tímasetningin er mjög furðuleg hjá menntamálaráðuneytinu og fjölmiðlanefnd,“ segir Mörður í samtali við blaðamann Vísis.Mörður gerði mistök, þegar hann fór í viku á þing í sumar og sat þá einnig fund stjórnar RUV ohf.visir/valliMörður segist hafa gert mistök, af vangá, en hann sat stjórnarfund samtímis því sem hann fór inná þing í viku í júnímánuði. „Það hefði ég ekki á að gera. Kjörinn fulltrúi er sá sem er kjörinn en ekki sá sem hefur kjörbréf sem varamaður. Ég hef skilið þetta þannig. Varamaður verður kjörinn fulltrúi þegar hann tekur við starfi. Þessa vikuna hefði ég ekki átt að koma nálægt útvarpsráði. Ég gerði mistök þarna, hafði ekki hugmynd um þetta. Engar ábendingar um þetta. Hefði þurft að lesa lögin uppá nýtt.“ Hins vegar má velta því fyrir sér hvers vegna þessi mistök frá í sumar eru komin uppá borð núna, af hverju var ekki tekið á málinu þá?Mörður hefur gert ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum í nýlegum pistli á Eyjunni.Vandræðin við ohf-væðingunaVandamálið grundvallast þannig á því að á sínum tíma stóð til að stjórnin yrði ekki pólitísk. Svo breyttist það og Illugi Gunnarsson ákvað að hún yrði pólitískt skipuð, en þessi regla, sem miðaðist við ópólitíska stjórn, sat eftir. Stjórnarflokkarnir lögðu mikið kapp á að vera með traustan meirihluta í stjórn RÚV og má í því sambandi minna á upphlaup á þingi fyrir um ári, þegar Pétri Gunnarssyni fulltrúa Pírata var komið úr stjórninni og Framsóknarmenn fengu sinn mann inn í staðinn. Stjórnarflokkunum var þá brigslað um að hafa svikið samkomulag. Þá má að einhverju leyti rekja þessi vandræði til þess að stofnunin, sem í eðli sínu er ekki hlutafélag, var hlutafélagavædd, eins og sjá má þegar Mörður gat vísað í hlutafélagalög og þannig vísað málinu til þingsins.Af hverjum Mörður?Eðli máls samkvæmt eru margir aðrir sem þá þarf að skoða hvort eru hæfir til að sitja í stjórn því eins og áður segir á þetta við einnig um sveitarstjórnarmenn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í vesturbyggð fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma; er beintengd inní starf sjálfstæðisflokksins. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Kristinn Dagur Gissurarson hefur setið bæjarstjórnarfundi í Kópavogi fyrir hönd Framsóknarflokksins. Og þannig má áfram telja. Víst er að málið er hið snúnasta og til marks um allsherjar vandræðagang sem snýr að Ríkisútvarpinu hvernig sem á það er litið. Ef hægt er að setja fingur á hlutverk fjölmiðla í samfélaginu þá er það þetta að þeim ber að veita hinu opinbera aðhald; en það er erfitt undir hæl þessa hins sama opinbera sem er afar upptekið við að hlutast til um þennan sama fjölmiðil en virðist í eilífum vandræðagangi með hvernig þeim samskiptum skal háttað. Tengdar fréttir Fulltrúi Framsóknar hefur afgerandi skoðanir á Ríkisútvarpinu Guðlaugur G. Sverrisson, nýkjörinn fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn RÚV ohf., hefur afgerandi skoðanir á starfsemi Ríkisútvarpsins og hefur undanfarin misseri tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þar gagnrýnir hann fréttamat stofnunarinnar og fleira. 29. janúar 2014 17:40 Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Menntamálaráðherra segir engar ákvarðandi hafa verið teknar um að ríkið yfirtali milljarða lífeyrisskuldbindingar RÚV eins og stjórn þess leggur til. 9. maí 2015 19:30 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Mikill hiti á Alþingi um stjórn RÚV ohf Mikill hiti á Alþingi vegna kosningar í stjórn Ríkisútvarpsins. 29. janúar 2014 16:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnarformaður stjórnar RÚV, Guðlaugur G. Sverrisson, fór fram á það í gær, á stjórnarfundi, við Mörð Árnason stjórnarmann að hann viki af fundi. Þetta var á forsendum athugasemdar menntamálaráðuneytisins og fjölmiðlanefndar þess efnis að Mörður sé vanhæfur til setu í stjórninni vegna ákvæða í laga þess efnis að kjörinn fulltrúi eigi ekki að sitja í stjórn RÚV ohf. Guðlaugur tjáði Merði að ef hann vildi ekki hlíta því þá yrði kosið um málið, og það væri meirihluti á bak við þann vilja að Mörður færi frá. Mörður hins vegar neitaði að yfirgefa fundinn og vitnaði í því sambandi meðal annars í hlutfélagalög, 64. grein, þar sem kemur meðal annars fram að einungis væri á valdi þeirra sem skipa í stjórn að gera stjórnarmanni að víkja. Enda einkennilegt ef meirihluti stjórnar getur losað sig við hvern þann „óþægilegan“ sem þeim sýnist bjóði þeim svo við að horfa. Niðurstaðan var sú að beina beina því til Alþingis að fjalla um hæfi Marðar, sem segist ánægður með þá niðurstöðu, í samtali við Vísi. Að það verði skoðað hvort hann, og aðrir stjórnarmenn, séu hæfir eða ekki. Málið er hið snúnasta, sem svo í sjálfu sér varpar ljósi á það í hverskyns flækju þessi samskipti ríkisins og RÚV eru í raun.Tilmæli fjölmiðlanefndarForsenda þessa erindis Guðlaugs eru tilmæli frá fjölmiðlanefnd, sem Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar undir, þar sem bent er á samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið megi kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitarstjórna séu ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins. Þar er bent á að Mörður sé varaþingmaður Samfylkingarinnar og hafi setið á þingi meðan hann var aðalmaður í stjórn RÚV. „Fjölmiðlanefnd telur þessa skipun varla samræmast 5. mgr. 9. gr. laga um ríkisútvarpið og vill benda mennta- og menningarmálaráðuneytinu á að taka málið til skoðunar.“ Bréfið er stílað á Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra og er dagsett 21.12.2015.Mörður gerði mistökÞetta vekur ýmsar spurningar. Af hverju núna, þegar verulegur ágreiningur hefur verið um frumvarp menntamálaráðherra um RUV? Fundurinn sem Mörður sat var í sumar, fyrir nokkrum mánuðum. Og annað sem þessu tengist er svo það að fjöldi annarra stjórnarmanna gæti talist vanhæfur einnig, en það er líkt og ekkert hafi verið hugsað út í það. Stutt er í að kosið verði á ný í stjórn RÚV, en samkvæmt hlutafélagalögum skal það gert í upphafi hvers árs. „Mér finnst eins og fiskur liggi undir steini en vil ekki spá í hvað kynni að vera hér að baki. Ábendingin er áhugaverð, en tímasetningin er mjög furðuleg hjá menntamálaráðuneytinu og fjölmiðlanefnd,“ segir Mörður í samtali við blaðamann Vísis.Mörður gerði mistök, þegar hann fór í viku á þing í sumar og sat þá einnig fund stjórnar RUV ohf.visir/valliMörður segist hafa gert mistök, af vangá, en hann sat stjórnarfund samtímis því sem hann fór inná þing í viku í júnímánuði. „Það hefði ég ekki á að gera. Kjörinn fulltrúi er sá sem er kjörinn en ekki sá sem hefur kjörbréf sem varamaður. Ég hef skilið þetta þannig. Varamaður verður kjörinn fulltrúi þegar hann tekur við starfi. Þessa vikuna hefði ég ekki átt að koma nálægt útvarpsráði. Ég gerði mistök þarna, hafði ekki hugmynd um þetta. Engar ábendingar um þetta. Hefði þurft að lesa lögin uppá nýtt.“ Hins vegar má velta því fyrir sér hvers vegna þessi mistök frá í sumar eru komin uppá borð núna, af hverju var ekki tekið á málinu þá?Mörður hefur gert ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum í nýlegum pistli á Eyjunni.Vandræðin við ohf-væðingunaVandamálið grundvallast þannig á því að á sínum tíma stóð til að stjórnin yrði ekki pólitísk. Svo breyttist það og Illugi Gunnarsson ákvað að hún yrði pólitískt skipuð, en þessi regla, sem miðaðist við ópólitíska stjórn, sat eftir. Stjórnarflokkarnir lögðu mikið kapp á að vera með traustan meirihluta í stjórn RÚV og má í því sambandi minna á upphlaup á þingi fyrir um ári, þegar Pétri Gunnarssyni fulltrúa Pírata var komið úr stjórninni og Framsóknarmenn fengu sinn mann inn í staðinn. Stjórnarflokkunum var þá brigslað um að hafa svikið samkomulag. Þá má að einhverju leyti rekja þessi vandræði til þess að stofnunin, sem í eðli sínu er ekki hlutafélag, var hlutafélagavædd, eins og sjá má þegar Mörður gat vísað í hlutafélagalög og þannig vísað málinu til þingsins.Af hverjum Mörður?Eðli máls samkvæmt eru margir aðrir sem þá þarf að skoða hvort eru hæfir til að sitja í stjórn því eins og áður segir á þetta við einnig um sveitarstjórnarmenn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í vesturbyggð fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma; er beintengd inní starf sjálfstæðisflokksins. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Kristinn Dagur Gissurarson hefur setið bæjarstjórnarfundi í Kópavogi fyrir hönd Framsóknarflokksins. Og þannig má áfram telja. Víst er að málið er hið snúnasta og til marks um allsherjar vandræðagang sem snýr að Ríkisútvarpinu hvernig sem á það er litið. Ef hægt er að setja fingur á hlutverk fjölmiðla í samfélaginu þá er það þetta að þeim ber að veita hinu opinbera aðhald; en það er erfitt undir hæl þessa hins sama opinbera sem er afar upptekið við að hlutast til um þennan sama fjölmiðil en virðist í eilífum vandræðagangi með hvernig þeim samskiptum skal háttað.
Tengdar fréttir Fulltrúi Framsóknar hefur afgerandi skoðanir á Ríkisútvarpinu Guðlaugur G. Sverrisson, nýkjörinn fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn RÚV ohf., hefur afgerandi skoðanir á starfsemi Ríkisútvarpsins og hefur undanfarin misseri tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þar gagnrýnir hann fréttamat stofnunarinnar og fleira. 29. janúar 2014 17:40 Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Menntamálaráðherra segir engar ákvarðandi hafa verið teknar um að ríkið yfirtali milljarða lífeyrisskuldbindingar RÚV eins og stjórn þess leggur til. 9. maí 2015 19:30 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Mikill hiti á Alþingi um stjórn RÚV ohf Mikill hiti á Alþingi vegna kosningar í stjórn Ríkisútvarpsins. 29. janúar 2014 16:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fulltrúi Framsóknar hefur afgerandi skoðanir á Ríkisútvarpinu Guðlaugur G. Sverrisson, nýkjörinn fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn RÚV ohf., hefur afgerandi skoðanir á starfsemi Ríkisútvarpsins og hefur undanfarin misseri tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þar gagnrýnir hann fréttamat stofnunarinnar og fleira. 29. janúar 2014 17:40
Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Menntamálaráðherra segir engar ákvarðandi hafa verið teknar um að ríkið yfirtali milljarða lífeyrisskuldbindingar RÚV eins og stjórn þess leggur til. 9. maí 2015 19:30
Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00
Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01
Mikill hiti á Alþingi um stjórn RÚV ohf Mikill hiti á Alþingi vegna kosningar í stjórn Ríkisútvarpsins. 29. janúar 2014 16:44