Viðskipti erlent

OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi

MYND/Vilhelm

Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum.

Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld.













Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda.

Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju.

OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD.





















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×