Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? Á það í alvöru að vera regla fremur en undantekning að hylma yfir með níðingunum? Áttum við að skammast okkar fyrir þá stöðu sem systir mín var komin í? Hafði hún eitthvað til að skammast sín fyrir? Nei. Það var ekki henni að kenna að hún veiktist alvarlega svo að dómgreind hennar skertist, hún missti stjórn á hvötum sínum og tapaði skammtímaminninu. Það var ekki henni að kenna að hún reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín, með því að steypa sér í enn meiri skuldir. Sennilega skildi hún eða mundi lítið í hvað peningarnir fóru, gerði sér ekki grein fyrir að smálánafyrirtækin fóru inn á reikninginn hennar eða hvers vegna innistæðan þar hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og búið væri að greiða út örorkubæturnar. Hún var veik, þreytt og vissi að eitthvað skrítið væri að gerast í höfðinu á sér, löngu á undan okkur hinum. Tilhugsunin um að smálánafyrirtækin hafi aukið á vanlíðan systur minnar síðustu mánuðina; ruglað hana í ríminu með alls konar áreiti og valdið henni áhyggjum ofan á óttann um hvað væri að gerast, er svo óbærileg að ég þarf daglega að banda henni frá mér með krepptum hnefa. Því ég reyni að sleppa takinu og sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. En ég get kannski stuðlað að breytingum og það var ástæða þess að við stigum fram og sögðum sögu systur okkar, ekki til að fá meðaumkun eða hrós, heldur til að reyna að koma öðrum til aðstoðar og bæta samfélagið okkar. Ég get ekki sagt að það hafi hreyft nokkuð við mér að horfa á lögfræðinginn ykkar bera sig aumlega í Kastljósi nýlega. Þar taldi hann upp þær úrbætur sem smálánafyrirtækin hafa gert eftir að í ljós kom hversu langt er gengið í frumvarpinu sem bíður samþykkis Alþingis. Jújú, það er allt gott og blessað en ber því einungis vitni hversu hræddir aðstandendur smálánafyrirtækjanna eru orðnir um að nú fari að tæmast speninn sem þeir hafa notað til að blóðmjólka þá sem minnst mega við. Því það vita allir hver markhópur smálánafyrirtækja er; fyrirmyndin er til erlendis, þið voruð ekkert að finna upp hjólið þegar þið hófuð þessa starfsemi og vissuð alveg í hvernig aðstæðum flestir viðskiptavinir ykkar yrðu. Ekki tala til okkar eins og við séum fífl. Og einhver hlýtur gróðinn að vera fyrst fyrirtækin geta fellt niður kröfur á ákveðinn samfélagshóp. Mér skilst að við gætum nú – ef við bærum okkur eftir því – fengið felldar niður skuldir systur okkar við fyrirtækin ykkar. Skuldir sem voru orðnar mörg hundruð þúsund krónur með vöxtum og áföllnum kostnaði og fóru síhækkandi. Það kemur þó ekki til þess þar sem systir mín lést 9. október. Þið ætlið kannski að endurgreiða okkur peningana sem þið sópuðuð út af reikningnum hennar meðan hún lá inni á sjúkrahúsi í lok ágúst? Það kæmi sér ekkert illa að fá þann pening upp í útfararkostnaðinn, því sem öryrki var systir mín jafnframt öreigi eins og því miður er algengt á Íslandi. Lögfræðingurinn ykkar kvartaði mikið undan því að í frumvarpinu ætti að setja þak á árlegan, hlutfallslegan kostnað. Ég gat ekki betur skilið en að með því skilyrði væri smálánafyrirtækjunum gert ókleift að starfa, það væri ósanngjarnt og að í samanburði við þær reglur sem giltu um bankana væri það óréttlátt; menn ættu bara að koma hreint fram og setja lög sem banna svona starfsemi frekar en að sníða smálánafyrirtækjunum svo þröngan stakk. Ég er eiginlega alveg sammála, ég skil nefnilega ekki hvers vegna svona starfsemi er yfir höfuð leyfð og sé ekkert athugavert við að stöðva hana alveg með lagasetningu. Hvaða tilvistarrétt hafa smálánafyrirtækin? Hvaða gagn gera þau þjóðfélaginu? Hversu mikilvæg eru þau þjóðarbúinu, atvinnulífinu, þjóðfélagsþegnunum? Ég skil að í vestrænu nútímaþjóðfélagi er nauðsynlegt að hafa banka en ég skil ekki mikilvægi smálánafyrirtækja eða hvers vegna þau ættu að sitja við sama borð og bankarnir. Þið vonið eflaust að einhverjir vinir ykkar á Alþingi sjái aumur á ykkur og knýi fram þær breytingar á frumvarpinu sem þið vonist eftir, svo þið getið áfram notfært ykkur bágindi meðbræðra ykkar til að fæða og klæða ykkar eigin börn meðan börn þeirra líða e.t.v. skort. Það má með vissu segja að menn sem geta óhikað litið í spegil þótt þeir hagnist á neyð samborgara sinni þjást ekki af meðvirkni, en þeir eru hvorki hugrakkir né eiga þeir skilið hrós fyrir vikið. Þetta er siðlaus okurlánastarfsemi með slaufu á, ekkert annað. Og ef þingmennirnir okkar hafa kjark til að útrýma þessu þjóðfélagsmeini þá mun enginn vorkenna ykkur, og enginn sakna smálánafyrirtækjanna. Enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? Á það í alvöru að vera regla fremur en undantekning að hylma yfir með níðingunum? Áttum við að skammast okkar fyrir þá stöðu sem systir mín var komin í? Hafði hún eitthvað til að skammast sín fyrir? Nei. Það var ekki henni að kenna að hún veiktist alvarlega svo að dómgreind hennar skertist, hún missti stjórn á hvötum sínum og tapaði skammtímaminninu. Það var ekki henni að kenna að hún reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín, með því að steypa sér í enn meiri skuldir. Sennilega skildi hún eða mundi lítið í hvað peningarnir fóru, gerði sér ekki grein fyrir að smálánafyrirtækin fóru inn á reikninginn hennar eða hvers vegna innistæðan þar hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og búið væri að greiða út örorkubæturnar. Hún var veik, þreytt og vissi að eitthvað skrítið væri að gerast í höfðinu á sér, löngu á undan okkur hinum. Tilhugsunin um að smálánafyrirtækin hafi aukið á vanlíðan systur minnar síðustu mánuðina; ruglað hana í ríminu með alls konar áreiti og valdið henni áhyggjum ofan á óttann um hvað væri að gerast, er svo óbærileg að ég þarf daglega að banda henni frá mér með krepptum hnefa. Því ég reyni að sleppa takinu og sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. En ég get kannski stuðlað að breytingum og það var ástæða þess að við stigum fram og sögðum sögu systur okkar, ekki til að fá meðaumkun eða hrós, heldur til að reyna að koma öðrum til aðstoðar og bæta samfélagið okkar. Ég get ekki sagt að það hafi hreyft nokkuð við mér að horfa á lögfræðinginn ykkar bera sig aumlega í Kastljósi nýlega. Þar taldi hann upp þær úrbætur sem smálánafyrirtækin hafa gert eftir að í ljós kom hversu langt er gengið í frumvarpinu sem bíður samþykkis Alþingis. Jújú, það er allt gott og blessað en ber því einungis vitni hversu hræddir aðstandendur smálánafyrirtækjanna eru orðnir um að nú fari að tæmast speninn sem þeir hafa notað til að blóðmjólka þá sem minnst mega við. Því það vita allir hver markhópur smálánafyrirtækja er; fyrirmyndin er til erlendis, þið voruð ekkert að finna upp hjólið þegar þið hófuð þessa starfsemi og vissuð alveg í hvernig aðstæðum flestir viðskiptavinir ykkar yrðu. Ekki tala til okkar eins og við séum fífl. Og einhver hlýtur gróðinn að vera fyrst fyrirtækin geta fellt niður kröfur á ákveðinn samfélagshóp. Mér skilst að við gætum nú – ef við bærum okkur eftir því – fengið felldar niður skuldir systur okkar við fyrirtækin ykkar. Skuldir sem voru orðnar mörg hundruð þúsund krónur með vöxtum og áföllnum kostnaði og fóru síhækkandi. Það kemur þó ekki til þess þar sem systir mín lést 9. október. Þið ætlið kannski að endurgreiða okkur peningana sem þið sópuðuð út af reikningnum hennar meðan hún lá inni á sjúkrahúsi í lok ágúst? Það kæmi sér ekkert illa að fá þann pening upp í útfararkostnaðinn, því sem öryrki var systir mín jafnframt öreigi eins og því miður er algengt á Íslandi. Lögfræðingurinn ykkar kvartaði mikið undan því að í frumvarpinu ætti að setja þak á árlegan, hlutfallslegan kostnað. Ég gat ekki betur skilið en að með því skilyrði væri smálánafyrirtækjunum gert ókleift að starfa, það væri ósanngjarnt og að í samanburði við þær reglur sem giltu um bankana væri það óréttlátt; menn ættu bara að koma hreint fram og setja lög sem banna svona starfsemi frekar en að sníða smálánafyrirtækjunum svo þröngan stakk. Ég er eiginlega alveg sammála, ég skil nefnilega ekki hvers vegna svona starfsemi er yfir höfuð leyfð og sé ekkert athugavert við að stöðva hana alveg með lagasetningu. Hvaða tilvistarrétt hafa smálánafyrirtækin? Hvaða gagn gera þau þjóðfélaginu? Hversu mikilvæg eru þau þjóðarbúinu, atvinnulífinu, þjóðfélagsþegnunum? Ég skil að í vestrænu nútímaþjóðfélagi er nauðsynlegt að hafa banka en ég skil ekki mikilvægi smálánafyrirtækja eða hvers vegna þau ættu að sitja við sama borð og bankarnir. Þið vonið eflaust að einhverjir vinir ykkar á Alþingi sjái aumur á ykkur og knýi fram þær breytingar á frumvarpinu sem þið vonist eftir, svo þið getið áfram notfært ykkur bágindi meðbræðra ykkar til að fæða og klæða ykkar eigin börn meðan börn þeirra líða e.t.v. skort. Það má með vissu segja að menn sem geta óhikað litið í spegil þótt þeir hagnist á neyð samborgara sinni þjást ekki af meðvirkni, en þeir eru hvorki hugrakkir né eiga þeir skilið hrós fyrir vikið. Þetta er siðlaus okurlánastarfsemi með slaufu á, ekkert annað. Og ef þingmennirnir okkar hafa kjark til að útrýma þessu þjóðfélagsmeini þá mun enginn vorkenna ykkur, og enginn sakna smálánafyrirtækjanna. Enginn.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar