Innlent

Rafbíll tekinn á 124 km hraða

Lögreglumennirnir voru hissa á því að bíll knúinn áfram af íslenskri orku skyldi ná þessum hraða.
Lögreglumennirnir voru hissa á því að bíll knúinn áfram af íslenskri orku skyldi ná þessum hraða.
„Ég gleymdi mér í góða veðrinu," segir Gísli Gíslason, forstjóri Northern Light Energy. Hann var í gær fyrstur allra til að vera tekinn fyrir of hraðan akstur á rafbíl á Íslandi. Hann gerir ekki lítið úr alvarleika atviksins og hvetur aðra ökumenn til að fara varlega í umferðinni.

Gísli ekur á sportlegum Tesla Roadster-rafbíl og segir hann lögreglumennina hafa verið hissa á því að bíll knúinn áfram af íslenskri orku skyldi ná þessum hraða. Þeir mældu hann á 124 km hraða á Reykjanesbrautinni.

Tesla Roadster er tveggja manna sportbíll sem byggður er á Lotus Elise og braut blað þegar hann kom á markað fyrir nokkrum árum. Bíll Gísla er eini sinnar tegundar hér á landi.

Gísli hefur eins og kunnugt er unnið síðustu ár að rafbílavæðingu íslenska bílaflotans. Hann segist finna mikið fyrir auknum áhuga, pöntunum í rafbíla fjölgi stöðugt og innan fárra ára eigi mörg hundruð rafbílar eftir að keyra um götur landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×