Innlent

Reyndi að henda lögreglumanni fram af svölum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikin áttu sér stað á Egilsstöðum.
Atvikin áttu sér stað á Egilsstöðum.
Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að hafa veist að lögreglumanni á þáverandi heimili sínu á Egilsstöðum þann 15 febrúar 2010. Hann ýtti lögreglumanninum að svalahandriði framan við íbúðina og reyndi að hrinda honum fram yfir handriðið. Þá hótaði hann lögreglumanninum og öðrum lögreglumanni sem var með honum lífláti.

Þá réðst hann að lögreglumanni á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í maí síðastliðnum og reyndi að grípa í háls hans og rífa bindi af einkennisbúningi hans. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Hann hlaut tvo dóma á árabilinu 1997-1998 fyrir ofbeldisbrot og hlaut að auki fangelsisdóm í Svíþjóð árið 2000 fyrir tilraun til manndráps.

Í Héraðsdómi Austurlands í gær var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×