Innlent

Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa

Russel Crowe, hér í hlutverki Hróa Hattar.
Russel Crowe, hér í hlutverki Hróa Hattar.
Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk.

Aronofsky og Crowe hafa ekki unnið saman áður en einn handritshöfunda Noah átti einnig heiðurinn af Gladiatior, mynd Ridley Scotts sem gerði Crowe að stórstjörnu. Hann fékk síðan Óskarsverðlaun fyrir myndina A Beautiful Mind. Darren Aronofsky er með virtari leikstjórum samtímans og á að baki myndir á borð við The Wrestler og Black Swan.

Noah, fjallar eins og nafnið gefur til kynna, um Nóa og örkina hans. Myndin verður frumsýnd í mars árið 2014.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×