Lífið

Séð og heyrt stúlkan kvödd með söknuði

Ragnheiður Margrét Kristjónsdóttir ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt hefur ákveðið að kveðja endanlega Séð og heyrt stúlku blaðsins sem hefur glatt lesendur undanfarin 15 ár.

Ragnheiður og blaðakonan og leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir fletta í meðfylgjandi myndskeiði gömlum blöðum þar sem sjá má nokkrar þjóðþekktar Séð og heyrt stúlkur eins og Birgittu Haukdal söngkonu og Birtu Björnsdóttur fatahönnuð.

Þá má sjá fyrirsæturnar Elísabetu Davíðsdóttur, Berglindi Icey og Ásdísi Rán. Marín Möndu fatahönnuð, Elvu Dögg Lottókynni og Hlín Einarsdóttur ritstjóra Bleikt punktur is en hún var einn af þátttakendum í sólarolíufyrirsætukeppni árið 1998.

Séð og heyrt á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×