Innlent

Segja að Ari hafi verið beðinn um að draga framboðið til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkuð hefur borið á því að stuðningsmenn Þóru séu að leitast eftir því að Ari Trausti Guðmundsson dragi framboð sitt tilbaka og lýsi yfir stuðningi við hana einungis svo Ólafur Ragnar Grímsson verði ekki endurkjörinn. Þetta fullyrða stuðningsmenn Ara Trausta á fésbókarsíðu hans.

Framboð Þóru Arnórsdóttur harðneitar þessu. „Þóra Arnórsdóttir nýtur stuðnings 37-38% þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnunum. Ég ætla ekki að svara fyrir áttatíuþúsund manns. En þetta hefur aldrei nokkurn tímann verið rætt í herbúðum Þóru," segir Friðjón Friðjónsson, ráðgjafi Þóru.

Stuðningsmenn Ara segjast hvetja fólk til að fylgja eigin sannfæringu og kjósa þann sem þeim þykir hæfastur í embættið.

Sjá fésbókarsíðu framboðs Ara Trausta




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×