Sérstakur ákærir Lýð og Sigurð í VÍS-málinu Stígur Helgason skrifar 17. október 2013 07:00 Lýður og Sigurður voru báðir stjórnarmenn í VÍS. Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira