Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 20:40 „Ég var ekki lúbarinn eins og margar konur hafa sagt sögur af og þess vegna fannst mér í rauninni bara að þetta gæti varla verið ofbeldi. Ég var sterkari og hvernig gat ég einhvern veginn verið laminn karl?“ segir leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson. Hann lýsti í Stundinni í dag 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Í viðtali í Ísland í Dag, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, segir Dofri að sambúðin hafi verið ofsafengin frá byrjun. Mikill skapofsi hafi einkennt hana sem hann áttaði sig ekki á og segist ekki hafa verið vanur.Fleygði fullri uppþvottagrind„Þetta var líka mín fyrsta sambúð. Þegar mér fannst þetta ekki vera leiðin til að leysa málin þá fékk ég að heyra það að ég kynni kannski ekki nógu mikið fyrir mér í sambúðarmálum og ég lét það bara gott heita,“ segir Dofri og kveður andann í sambúðinni hafa verið á þá leið að það hafi „alltaf eithvað verið yfirvofandi.“ „Ég sit inni í eldhúskrók og allt í einu þróast rifrildið upp á það stig að hún grípur uppþvottagrind, svona gamaldags uppþvottagrind fulla af leirtaui og þeytir að hausnum á mér. Ég dúkka mig og þetta smellur í veggnum fyrir ofan og splundrast yfir mig. Ég var náttúrlega í sjokki en ég gekk að diskaskápanum og sagði: „Eigum við þá að gera þetta svona?“ og ýtti diskastaflanum út. „Erum við þá núna búin að tala um þetta?“ og hún sagði ekki neitt þannig að ég tók djúpu diskana líka og ýtti þeim líka þangað til þeir smölluðust í gólfinu,“ segir Dofri. Eftir það hafi hann þurft að fara í mjög langan bíltúr að eigin sögn.Óttaðist að skilja og missa tengslin við dæturnar„Svo langar mann alltaf til að leysa málin. Mann langar bara að þurfa ekki að standa í svona. Mann langar ekki að skilja, mann langar ekki að missa tengslin við börnin sín. Þess langi bíltúr endaði að lokum í IKEA þar sem ég keypti nýtt leirtau og fór svo heim og við elduðum mat,“ segir Dofri. „Ég var hræddur við að skilja og mér var hótað frá fyrsta rifrildinu af því að hún á stelpur sem tengist mér sterkum böndum. Eftir að okkar stelpa kom til sögunnar sagðist hún ætla að sjá til þess að ég myndi aldrei sjá þær aftur. Mér fannst það hræðilegt, mér fannst það óbærileg tilhugsun þannig að ég afskrifaði skilnað.“Segir móðurina eitra samband stelpnannaAð lokum tók hann þó skrefið og sótti um skilnað. Þrátt fyrir að staða Dofra sem föður sé ágæt á pappírum segir hann að sín fyrrverandi leyfi sér að eitra fyrir sambandi stelpnanna. „Stelpurnar voru búnar að gráta undan mömmu sinni í þó nokkurn tíma við mig og það var í raun þess vegna sem ég steig niður fæti og sagði: „Þetta verður að hætta“ eða „Ég vil skilnað.“ Ég hélt alltaf að ég væri að lenda í þessu og þær slyppu. Þegar ég átta mig á því að þær eru báðar grátandi yfir þessu, tvítug og þrettán ára, undan mömmu sinni þá stíg ég niður fæti,“ segir Dofri sem hræðist að missa tengslin við stelpurnar. Viðtalið við Dofra má sjá hér að ofan sem og við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri. Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Ég var ekki lúbarinn eins og margar konur hafa sagt sögur af og þess vegna fannst mér í rauninni bara að þetta gæti varla verið ofbeldi. Ég var sterkari og hvernig gat ég einhvern veginn verið laminn karl?“ segir leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson. Hann lýsti í Stundinni í dag 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Í viðtali í Ísland í Dag, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, segir Dofri að sambúðin hafi verið ofsafengin frá byrjun. Mikill skapofsi hafi einkennt hana sem hann áttaði sig ekki á og segist ekki hafa verið vanur.Fleygði fullri uppþvottagrind„Þetta var líka mín fyrsta sambúð. Þegar mér fannst þetta ekki vera leiðin til að leysa málin þá fékk ég að heyra það að ég kynni kannski ekki nógu mikið fyrir mér í sambúðarmálum og ég lét það bara gott heita,“ segir Dofri og kveður andann í sambúðinni hafa verið á þá leið að það hafi „alltaf eithvað verið yfirvofandi.“ „Ég sit inni í eldhúskrók og allt í einu þróast rifrildið upp á það stig að hún grípur uppþvottagrind, svona gamaldags uppþvottagrind fulla af leirtaui og þeytir að hausnum á mér. Ég dúkka mig og þetta smellur í veggnum fyrir ofan og splundrast yfir mig. Ég var náttúrlega í sjokki en ég gekk að diskaskápanum og sagði: „Eigum við þá að gera þetta svona?“ og ýtti diskastaflanum út. „Erum við þá núna búin að tala um þetta?“ og hún sagði ekki neitt þannig að ég tók djúpu diskana líka og ýtti þeim líka þangað til þeir smölluðust í gólfinu,“ segir Dofri. Eftir það hafi hann þurft að fara í mjög langan bíltúr að eigin sögn.Óttaðist að skilja og missa tengslin við dæturnar„Svo langar mann alltaf til að leysa málin. Mann langar bara að þurfa ekki að standa í svona. Mann langar ekki að skilja, mann langar ekki að missa tengslin við börnin sín. Þess langi bíltúr endaði að lokum í IKEA þar sem ég keypti nýtt leirtau og fór svo heim og við elduðum mat,“ segir Dofri. „Ég var hræddur við að skilja og mér var hótað frá fyrsta rifrildinu af því að hún á stelpur sem tengist mér sterkum böndum. Eftir að okkar stelpa kom til sögunnar sagðist hún ætla að sjá til þess að ég myndi aldrei sjá þær aftur. Mér fannst það hræðilegt, mér fannst það óbærileg tilhugsun þannig að ég afskrifaði skilnað.“Segir móðurina eitra samband stelpnannaAð lokum tók hann þó skrefið og sótti um skilnað. Þrátt fyrir að staða Dofra sem föður sé ágæt á pappírum segir hann að sín fyrrverandi leyfi sér að eitra fyrir sambandi stelpnanna. „Stelpurnar voru búnar að gráta undan mömmu sinni í þó nokkurn tíma við mig og það var í raun þess vegna sem ég steig niður fæti og sagði: „Þetta verður að hætta“ eða „Ég vil skilnað.“ Ég hélt alltaf að ég væri að lenda í þessu og þær slyppu. Þegar ég átta mig á því að þær eru báðar grátandi yfir þessu, tvítug og þrettán ára, undan mömmu sinni þá stíg ég niður fæti,“ segir Dofri sem hræðist að missa tengslin við stelpurnar. Viðtalið við Dofra má sjá hér að ofan sem og við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri.
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira