Sjö þúsund verkamenn á næstu árum sem toppar árin fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Mesti skorturinn á vinnuafli er í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í Hagspánni. vísir/vilhelm Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira