Innlent

Smölun fjár af hálendinu gengur mjög vel

Smölun fjár af hálendinu hefur gengið óvenju vel undanfarna daga, enda veður hlýtt og yfirleitt þurrt.

Það er því af sem áður var að gagnamenn gátu búist við slyddu og jafnvel hríð í leitunum.

Gangnamaður, sem hafði samband við Fréttastofuna í morgun sagði að smalamennskan núna hafi frekar líkst góðum útreiðartúr. Þá er féð vel farm gengið, eins og það er orðað, enda var gróður blómlegur á hálendinu í sumar.

Víða verða réttir um helgina og þessa stundina eru Hrunamenn á Suðurlandi til dæmis að byrja að rétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×